Efnisorð

, , , , ,

IMG_0727Þetta er einn uppáhalds kjúklingarétturinn minn, ótrúlega góður og gerist ekki einfaldari. Þessi réttur hefur alltaf slegið í gegn hjá öllum sem hafa smakkað hann og ekki skemmir fyrir að hann er mjög hollur og stútfullur af próteini.

Taco-kjúklingur með kotasælu 

4 kjúklingabringur
1 krukka taco sósa
300-400 gr kotasæla
Salt
Svatur pipar
Paprikuduft
Chili-duft

Ég byrja á því að hreinsa kjúklingabringurnar og skera þær í nokkuð stóra bita. Bitarnir eru steiktir á pönnu og kryddaðir með salti, svörtum pipar, paprikudufti og chilidufti. IMG_0725Þegar þeir eru næstum steiktir í gegn er tacosósu og kotasælu bætt á pönnuna og hrært vel saman. Þetta er svo látið malla í um 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. IMG_0724 IMG_0726

Við höfðum hrísgrjón, bygg, sýrðar gúrkur og ferskt salat með mangó með réttinum en það er líka mjög gott að hafa naan-brauð eða jafnvel pasta með kjúklingunum. Sósan er alveg sjúklega góð og var bókstaflega sleikt upp til agna af pönnunni. IMG_0728Ég mæli eindregið með að prófa að elda þennan rétt, hann er alveg frábær til að útbúa á virku kvöldi þegar mann langar í eitthvað, hollt, gott en líka mjög fljótlegt.

-Dóra Sigga-